145. löggjafarþing — 149. fundur,  8. sept. 2016.

sektir í fíkniefnamálum.

[10:58]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég varð glöð þarna við niðurlag hæstv. ráðherra að fá loks svar við þeirri spurningu sem ég bar hér upp út. Í byrjun ræðu sinnar sagði ráðherra að hann ætlaði að bíða með að segja eitthvað um skýrsluna þar til eftir að umræðan færi af stað. En það er gott að heyra að ráðherra telur það ekki vera töfralausn að sekta fólk út úr fíkn því að það er það svo sannarlega ekki. Engu að síður er þetta það helsta sem þessi starfshópur leggur til.

En hér var rætt um starfshópinn. Það er eftirtektarvert, og mig langar að heyra hvað hæstv. ráðherra hefur um það að segja, að fulltrúi ríkislögreglustjóra í starfshópnum gat ekki tekið undir tillögur starfshópsins og greiddi þeim ekki atkvæði. Ýmsum, mér þar með talinni, finnast þessar tillögur ganga mjög skammt. Hvað finnst hæstv. ráðherra (Forseti hringir.) um að fulltrúi valdhafa ríkislögreglustjóra sjái sér ekki fært að styðja þessar (Forseti hringir.) umbótatillögur?