145. löggjafarþing — 149. fundur,  8. sept. 2016.

almannatryggingar.

197. mál
[11:51]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég get bara ekki fallist á að þetta orð, staðgöngumóðir, komi inn í íslensk lög. Ég veit að menn vilja reyna að finna einhverja leið og ég trúi ekki öðru en að hægt sé að finna einhverja aðra leið. Ég er í hjarta mínu og prinsippíelt svo á móti því sem nefnt hefur verið staðgöngumæðrun að ég bara get ekki einu sinni setið hjá. Ég ætla þess vegna að greiða atkvæði á móti.