145. löggjafarþing — 149. fundur,  8. sept. 2016.

almannatryggingar.

197. mál
[11:53]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég tek orð þeirra þingmanna sem í velferðarnefnd sitja og hér hafa talað trúanleg og greiði þess vegna atkvæði með þessari breytingu. Ég lít svo á að þetta snúist ekki um staðgöngumæðrun eins og hefur hér komið fram og færi það til bókar að ég er á móti henni. Þetta snýst um réttindi barna sem hafa ekkert um það að segja hvernig þau koma inn í veröldina og við þurfum sem samfélag að passa upp á að hafa alla lagaumgjörð þannig að sem best sé að þeim búið.