145. löggjafarþing — 149. fundur,  8. sept. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[14:03]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að velferðarnefnd muni fara vel yfir það sem hefur komið hér fram í 1. umr. Ég er mjög þakklát fyrir hvað hún er búin að vera efnismikil og góður undirbúningur fyrir nefndina varðandi vinnslu málsins. Ég vil líka fá að segja í ljósi reynslu minnar af því að hafa starfað náið með verkalýðshreyfingunni að þessum stóru húsnæðismálum m.a. og núna varðandi breytingar á almannatryggingunum og almennt að vinnumarkaðsmálunum, að þeir sem tóku við að leiða málin í verkalýðshreyfingu opinberra starfsmanna hafa að mínu mati staðið sig mjög vel og munu svo sannarlega gæta hagsmuna umbjóðenda sinna.