145. löggjafarþing — 149. fundur,  8. sept. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[14:04]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég efast ekki um að menn hafi staðið sig vel í sínu starfi og haft um það góðan ásetning. En menn verða náttúrlega að virða það að við öll ætlum að hafa á þessum málum skoðanir. Við stöndum hér og ég stend hér í ræðustól ráðinn til þess að láta mínar skoðanir og yfirvegaða afstöðu í ljós. Það mun ég að sjálfsögðu gera. Ef ég hef efasemdir um það hvað fyrrum félagar mínir í verkalýðshreyfingunni eru að gera þá læt ég það í ljós. Það er kallað lýðræðisleg umræða. Hún er alltaf til góðs, hygg ég.