145. löggjafarþing — 150. fundur,  12. sept. 2016.

umhverfisbreytingar á norðurslóðum.

[15:10]
Horfa

utanríkisráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Það var mjög ánægjulegt að taka þátt í því að halda upp á 20 ára afmæli Norðurskautsráðsins. Eitt af því sem kom þar fram er framvinda ráðsins og hvað ráðið hefur verið að gera. Ég held að við þurfum að leggja mikla áherslu á að tala fyrir þessum málum með þeim hætti sem við höfum verið að gera, þ.e. við þurfum að tryggja að þeir tveir lagalegu bindandi samningar sem Norðurskautsráðið hefur samþykkt, annars vegar leit og björgun og hins vegar varnir gegn olíumengun, fái þannig aukið vægi. Það er alveg rétt sem hv. þingmaður segir, þetta skiptir okkur gríðarlegu máli, og þess vegna fagna ég verulega þeim tveimur lagalega bindandi samningum sem Norðurskautsráðið samþykkti nýverið. Annar samningur sem er í bígerð fjallar um vísindi og rannsóknir á þessu svæði og þangað eigum við að beina kröftum okkar og skoða þetta betur og líta líka í átt (Forseti hringir.) til Norðmanna.