145. löggjafarþing — 150. fundur,  12. sept. 2016.

hlutdeild sveitarfélaga í svokölluðum bankaskatti.

[15:16]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Ég ætla nú að segja að þingið þarf ekki einhvern tímann að höggva á hnútinn. Nú þarf þingið að höggva á hnútinn. Mér finnst svolítið um það að menn — auðvitað er samtal og samráð og ef menn geta komist að sameiginlegri niðurstöðu í sátt og samlyndi og allir geta verið glaðir og ánægðir þá er það gott, þá er það náttúrlega best. En hins vegar er það líka þess vegna sem minni hluti er og meiri hluti og stundum þarf að stjórna og stundum þýðir ekkert að láta hlutina bara, hvað á ég að segja, tefjast og tefjast. Það er alveg ljóst að þetta veldur sveitarfélögunum óþægindum. Og ég ætla að leyfa mér að segja, þó að einhver segi örugglega að kjördæmapot fari mér ekki vel, að þetta er mjög vont fyrir höfuðborgina og þetta er mjög vont fyrir kjördæmi hæstv. ráðherra. (Forseti hringir.) Ég skora á hann að leysa úr þessu máli.