145. löggjafarþing — 150. fundur,  12. sept. 2016.

meðferð sakamála.

659. mál
[15:41]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Á fyrri stigum þessa máls gerði ég sterkar athugasemdir við ákveðin atriði í frumvarpinu. Þau lutu einkum að eftirliti með pólitískum hlerunum í fortíðinni og leiðum til að koma í veg fyrir að þær yrðu framkvæmdar aftur í framtíðinni. Þegar ég les nefndarálitið sé ég að það hefur verið tekið mikið tillit til þeirra sjónarmiða sem ég færði hér fram. Þar er sérstaklega vísað í álit stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem gert er ráð fyrir að sett verði í gang vinna, m.a. með aðkomu þingsins, til þess að kanna úrræði til að tryggja að þetta geti ekki gerst. Í því ljósi fagna ég því að það hefur verið hlustað á þau sjónarmið. Þess vegna styð ég þetta mál eins og það er fram borið í núverandi formi.