145. löggjafarþing — 150. fundur,  12. sept. 2016.

meðferð sakamála.

659. mál
[15:42]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég vil fagna því að tekið hafi verið tillit til ábendinga frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í þessu máli. Ég er mjög ánægð með það og við píratar að tekið hafi verið á ýmsum atriðum, eins og t.d. að það vantaði alfarið inn í þetta mál þegar það kom fyrst á dagskrá þingsins eða til umfjöllunar meðvitund um svokallað metadata eða lýsigögn, hversu mikil inngrip það eru í friðhelgi einkalífs og í raun mun meiri en eingöngu símtölin sjálf. Sú meðferð sem málið fékk í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd var einkar ánægjuleg og stórbætti frumvarpið. Mig langar að þakka fyrir að það hafi verið tekið til greina í meðförum allsherjar- og menntamálanefndar.