145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

nefndaseta þingmanna.

[13:34]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti hefur ekki skoðað það sögulega hvort dæmi séu um það að einstakir þingmenn hafi ekki setið í þingnefndum um lengri eða skemmri tíma. Þetta er mál sem er fyrst og fremst í höndum þeirra þingflokka sem í hlut eiga. Það eru, eins og við vitum, þingflokkarnir sem taka ákvörðun um skipan í nefndir í krafti þess þingstyrks sem viðkomandi þingflokkar hafa. Það hefur aldrei verið svo þannig að forseta sé kunnugt um að forseti hafi haft afskipti af slíku enda mundi slíkt væntanlega vera talin óeðlileg afskipti af hálfu forseta varðandi þá skipan. Forseti treystir sér hins vegar ekki til þess að svara því hvort þau dæmi sem hv. þingmaður vísar til hafi þekkst í fortíðinni.