145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

nefndaseta þingmanna.

[13:36]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Ég hyggst nýta rétt minn til að koma hér upp aftur til að bregðast við svari hæstv. forseta. Ég geri mér grein fyrir því að frelsi þingmanna til að haga sínum málum er mjög mikið. En ég velti þessu fyrir mér vegna þess að hér erum við þá að tala um fordæmi sem er gefið, er það ekki? Ef allir þingmenn ákveða að mæta ekki í atkvæðagreiðslur, taka ekki til máls, starfa ekki í þingnefndum, hver væru þá þingstörfin? Er þetta æskilegt fordæmi sem er verið að reisa? Má ég ákveða það upp á mitt eindæmi að ég ætli núna ekki að taka þátt í þingstörfum og í rauninni ekki gera neitt annað á þingi en samt þiggja þingfararkaup? Er ekki ástæða til að gera athugasemdir við þetta, hæstv. forseti, svo þetta fordæmi sé ekki gefið? Það verður væntanlega mjög mikil nýliðun á þingi eftir kosningar. Viljum við að fordæmi sé fyrir því að fólk geti bara ákveðið að starfa ekki í þingnefndum? Hvað verður þá um þingnefndastarfið? Hvað verður þá um umfjöllun þingsins um frumvörp? Þetta eru ekki alveg fullnægjandi svör, finnst mér, hæstv. forseti.