145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[14:23]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Já, hér koma búvörulög, það frumvarp sem er bak við búvörulög, til lokaafgreiðslu á Alþingi eftir þrjár umræður og mikla vinnu í atvinnuveganefnd sem ég vil taka fram að var sérstaklega góð og var farið vel yfir það mál. Ég flyt tvær breytingartillögur nú við 3. umr. og vænti þess að stjórnarþingmenn hafi kynnt sér þær vel og hugleiði hvort þær séu ekki liður í að skapa meiri sátt um landbúnað á Íslandi. Ég tel svo vera. Þess vegna eru tillögurnar fluttar.

Hins vegar eru líka í breytingartillögum meiri hlutans tillögur varðandi tollkvóta á sérmerktum ostum þar sem fjallað er um að auka þann innflutning og, að sjálfsögðu, að hætta þá ofurtolllagningu á þá osta sem ekki eru framleiddir á Íslandi. Þetta teljum við til mikilla bóta og munum greiða atkvæði með þeirri tillögu.

Ég vek athygli á nefndaráliti meiri hlutans þar sem stendur, með leyfi forseta: (Forseti hringir.)

„Meiri hlutinn hefur sammælst um það við ráðherra að hraða innleiðingu á auknum kvótum vegna innflutnings á sérostum …“

Ég trúi því og treysti að hæstv. landbúnaðarráðherra klári það áður en hann fer úr þeim stóli.