145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[14:40]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ef ég á að nefna eitthvað eitt sem ég hef tekið eftir sem er gegnumgangandi í íslenskri stjórnsýslu er það óskýrleiki og að ekki séu almennileg viðurlög við því þegar einhverjir gerast brotlegir, sér í lagi þegar það heyrir undir ríkið. Auðvitað er það þannig að búvörusamningar eru einhver mestu ríkisafskipti sem til eru í samfélagi okkar. En mér finnst dapurlegt að sjá að ekki eigi að samþykkja þessa tillögu því að það er þá á okkar ábyrgð ef dýraníð fær að viðgangast á ríkisstyrkjum.