145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[14:43]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér kemur tillaga frá meiri hlutanum sem gengur ekki eins langt og tillaga sem hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir flutti hér áðan sem var mjög svipuð tillaga og ég flutti við 2. umr., bara breyting á lögum um velferð dýra. Þarna er gengið styttra. Það hefði verið betra að samþykkja hina tillöguna að mínu mati og hún var nálægt því að fá samþykki hér á Alþingi. Ég vek athygli á því að sú tillaga var felld með einu atkvæði. 20 atkvæði gegn 19. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. (Gripið fram í: Greiddu ekki atkvæði.) Sátu hjá er sama og að greiða ekki atkvæði.

Þannig er staðan nú. Hins vegar vil ég líka vekja athygli á því að við atkvæðagreiðslu um þennan stóra og mikla samning eru ekki nema 20–24 þingmenn stjórnarflokkanna sem samþykkja þetta. Það er ekki meiri hluti Alþingismanna sem stendur á bak við (Forseti hringir.) þetta. Það er rétt að vekja athygli á því. Það kann að vera vegna þess að ýmsir þingmenn úr stjórnarliðinu (Forseti hringir.) séu með óbragð í munni og ég skil það mjög vel.