145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[14:47]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er ekki íþyngjandi að fara vel með skepnur. Það er ekki íþyngjandi, það er sjálfsagður hlutur. Við getum alveg, þingið, gengið alla leið. Við þekkjum að það er langur aðdragandi að því að gengið sé það langt að svipta menn beingreiðslum eða öðrum styrkjum, ákveða sektargreiðslur og annað því um líkt. Matvælastofnun þarf að hafa skýr skilaboð frá Alþingi um að dýraníð eigi ekki að líðast og það eigi að fara fyrst eftir þeim ferlum sem eru í gildi varðandi lög um dýravelferð og Matvælastofnun vinnur eftir, en af hverju í ósköpunum ætti eitthvert bú að halda áfram að fá stuðningsgreiðslur frá ríkinu ef brotið er gegn dýravelferð á hluta bústofnsins? Hvaða skynsemi er í því? Þetta er eitthvað sem kemur óorði á bændur. Bændur vilja ekki heilt yfir að lög um velferð dýra séu brotin. Við á Alþingi (Forseti hringir.) verðum að sýna þessum málaflokki þann sóma að standa með þessu. Það er sorglegt að það munaði þetta litlu, einu atkvæði. (Forseti hringir.) Þeir sem sátu hjá ættu nú að hugsa sinn gang. En vitaskuld stöndum við vinstri græn (Forseti hringir.) með þessari tillögu sem gengur skemur en okkar en við teljum að við höfum haft áhrif á að er komin hingað til atkvæðagreiðslu.