145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[14:56]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S):

Virðulegu forseti. Ég vek athygli á því að við erum að reyna að vanda lagasetningu. Við erum að setja ákvæði við 37. gr. laga um velferð dýra. Við erum að reyna að gæta þess að þar komi það á réttan stað þannig að það verði virkt úrræði. Ég frábið mér þær fullyrðingar sem hér hafa komið fram, að við séum að gefa einhvern afslátt. Matvælastofnun hefur víðtæk úrræði, mjög sterk úrræði. Hún getur gert allar tekjur dýraeigenda upptækar með athöfnum sínum frá því hvort við horfum til einnar búgreinar eða fleiri. Veruleikinn er því miður sá að þar sem þessi vandamál koma upp er ekki bara ein tegund af dýrum undir í þeim efnum. Það er yfirleitt allt búið. Því miður. En þarna viljum við ganga skýrt til verka. Ég þakka góðan stuðning sem tillagan fær.