145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[15:06]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég vil koma hér upp til að þakka alþingismönnum, að sjálfsögðu bæði í meiri og minni hluta í atvinnuveganefnd, fyrir þeirra störf. Ég vil líka þakka þinginu fyrir hvernig þetta mál hefur gengið fyrir sig. Mig langar líka að nefna Bændasamtökin, viðsemjendur ríkisins í þessu tilfelli, og ráðuneytisstarfsfólkið sem að þessu kom, ég þakka þeim fyrir þeirra störf. Nú tekur við að vinna úr þeim samningi sem verið er að samþykkja hér. Það er ýmsu beint til ráðherra sem þarf að hrinda í framkvæmd. Við munum að sjálfsögðu reyna að hrinda eins miklu af því, helst öllu, í framkvæmd áður en verður kosið í lok október þannig að þetta komist nú allt á skrið fyrir kosningar.