145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[15:14]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Það er auðvitað enn þá margt í þessum samningi sem eftir á að útfæra betur, m.a. þau verkefni sem beint var til Byggðastofnunar. Ég kem aðallega hingað upp til að hvetja til þess að sú vinna verði hafin hið fyrsta þannig að tillögur Byggðastofnunar vegna brothættari svæða komi fram og þeir bændur sem þar búa og stunda landbúnað í dag lifi ekki í óvissu um framhaldið í sínum búskap.