145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

853. mál
[16:01]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hér staðfestir hæstv. ráðherra það sem ég er að segja að ágreiningur eða það að ráðuneytið gat ekki tryggt fjármuni til að greiða faghópum fyrir vinnu sína varð þess valdandi að faghópar 3 og 4 tóku ekki til starfa fyrr en fyrir einu ári síðan. Faghópar 1 og 2, það er rétt, þeir byrjuðu fyrr, en faghópar 3 og 4, sem eiga að meta þessa þætti og það er auðvitað liður í því að skapa sem mesta sátt um rammaáætlun sem ég ber fyrir brjósti að verði gert, gátu ekki tekið til starfa vegna þess að fjármuni vantaði. Þetta hefur komið fram, virðulegi forseti, í umfjöllun í atvinnuveganefnd um þá tillögu sem hér er lögð fram eða þá skýrslu sem verkefnisstjórn leggur fram við 3. áfanga rammaáætlunar. Það er alveg skýrt og eftir því verður gengið frekar ef það er einhver skoðanamunur milli ráðherrans og þeirra sem komu til fundarins um þetta. En þarna var talað alveg skýrt enda kemur það hér (Forseti hringir.) fram að faghópur 4 treysti sér ekki til að meta og skilaði í raun og veru þess vegna auðu.