145. löggjafarþing — 152. fundur,  14. sept. 2016.

þátttaka í atkvæðagreiðslu um búvörusamning.

[13:03]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Ég tek undir með hv. þm. Ólínu Þorvarðardóttur og þakka henni fyrir að vekja máls á þessu undir þessum lið. Það er eitthvað að þegar maður horfir hér á atkvæðatöfluna í atkvæðagreiðslu um jafn gríðarlega stórt mál og búvörusamningana í gær og það eru 26 sem greiða ekki atkvæði en 19 sem bera þetta mál áfram í gegnum þingið. Ég held að við hljótum með einhverjum hætti að þurfa að endurskoða starfshætti í þinginu þegar meiri hluti þingsins tekur ekki ábyrgð á jafn gríðarstórri ákvörðun sem að mínu mati og okkar í Bjartri framtíð er ekkert annað en samningur um gamla Ísland, um óbreytt ástand.