145. löggjafarþing — 152. fundur,  14. sept. 2016.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

853. mál
[13:07]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég þakka ágætar umræður sem urðu um þetta mál hér í gær. Það er alveg rétt að í lok ræðu minnar vísaði ég málinu til atvinnuveganefndar og hafði sjálf komist að þeirri niðurstöðu þar sem þetta hafði verið til mikillar umfjöllunar hjá atvinnuveganefnd fyrir tæpum tveimur árum, menn höfðu kallað þar til gesti, að þá væri heilmikil vitneskja hjá nefndarmönnum. Þá var ég engan veginn að gera lítið úr umhverfis- og skipulagsnefnd, síður en svo, enda hafði ég áður rætt við formann þeirrar ágætu nefndar sem hefur sýnt að bæði hann og nefndin öll standi sannarlega í lappirnar í viðkvæmum málum. En þetta varð sem sagt niðurstaðan þar sem menn höfðu í margar vikur verið að kalla til gesti til atvinnuveganefndar og rætt málin. Þess vegna fannst mér eðlilegt að núna, tæpum tveimur árum síðar, fengi hún málið aftur til umfjöllunar. (Gripið fram í: Ófagleg rök …)