145. löggjafarþing — 152. fundur,  14. sept. 2016.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

853. mál
[13:20]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þetta er ekki boðlegt. Hér eru hæstv. umhverfisráðherra og formaður umhverfisnefndar sem standa ekki með málaflokknum. Og forseti lætur svo lítið að taka undir þessar tiktúrur. Hvernig var málið búið síðast? Því var með ómálefnalegum rökum vísað inn í atvinnuveganefnd og það var minni hlutinn í þinginu sem kom í veg fyrir að öllum forsendum rammaáætlunar væri hnekkt. Okkur tókst að hafa yfirhöndina í því máli og málið fór aftur til verkefnisstjórnar. Nú kemur svokallaður umhverfisráðherra og treystir ekki umhverfisnefnd Alþingis fyrir málinu. Ég ætlast til þess, hæstv. forseti, vegna ótta (Forseti hringir.) formanns umhverfis- og samgöngunefndar, sem telur að málið kunni að eiga (Forseti hringir.) að fara til hans nefndar, að við bíðum með þessa atkvæðagreiðslu þar til úr því hefur verið skorið af lögfræðingi þingsins.