145. löggjafarþing — 152. fundur,  14. sept. 2016.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

853. mál
[13:43]
Horfa

Elín Hirst (S):

Virðulegi forseti. Það að þessi þingsályktunartillaga um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sé komin fram er mikið fagnaðarefni. Þess vegna er með ólíkindum að menn skuli ekki geta reynt að klára það í sátt og samlyndi heldur vísa því á þessa braut. Ég verð að segja að ég ætla ekki að greiða atkvæði í þessu máli en ég hef talað fyrir því þann tíma sem ég hef setið á Alþingi að umhverfismálum yrði gert sem hæst undir höfði og að umhverfisnefnd að sjálfsögðu ætti að fjalla um þetta mál. Ég tel hins vegar svo mikilvægt að málið fái afgreiðslu hér að ég mun ekki tefja fyrir því en ég vildi koma þessum sjónarmiðum mínum á framfæri.