145. löggjafarþing — 153. fundur,  19. sept. 2016.

yfirlýsing forseta um skýrslu fjárlaganefndar.

[16:25]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Ég verð að segja að ég var hissa á því þegar hv. þm. Valgerður Gunnarsdóttir spurði hér áðan af hverju mætti ekki fara ofan í þetta mál. Af hverju má ekki skoða þetta mál? spurði hún. Þetta mál hefur verið skoðað. (Gripið fram í: Nei.) Flokksbróðir hennar skoðaði það. Hann skilaði skýrslu til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrir meira en ári síðan, rúmu ári, þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að ekkert hafi verið óeðlilegt við það sem gert var þegar samið var um hvernig farið yrði með uppgjör á bönkunum. Það er bara svoleiðis. Þingmaðurinn þarf að fylgjast með. Hún þarf þá að segja okkur hver afstaða hennar er til þessa máls. Stendur hún að þessu máli? Ætlar hún að vera að lesa þetta fram yfir helgi? Við eigum rétt á að vita afstöðu hv. þingmanns til þessa máls og allrar þeirrar framgöngu sem félagi hennar, (Forseti hringir.) hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson, og hv. þm. Vigdís Hauksdóttir hafa staðið fyrir og dregið þingið niður í svaðið.