145. löggjafarþing — 153. fundur,  19. sept. 2016.

fullgilding Parísarsamningsins.

858. mál
[18:31]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði fögnum því að nú eigi að fara að fullgilda Parísarsamninginn á Íslandi. Þetta er alveg gríðarlega mikilvægt mál þegar kemur að því að ná tökum á loftslagsbreytingum en jafnframt mjög mikilvægt að við höfum í huga og munum eftir því að þetta er hin pólitíska viljayfirlýsing. Það sem á eftir þarf að koma er hvernig við förum í að draga raunverulega úr gróðurhúsalofttegundum. Það verður ekki alltaf auðvelt verk. Þess vegna er rosalega mikilvægt að við sem ætlum að hasla okkur völl á hinum pólitíska vettvangi í framtíðinni verðum alltaf með loftslagsgleraugun á nefinu þegar við fjöllum um öll mál (Forseti hringir.) á Alþingi. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)