145. löggjafarþing — 154. fundur,  20. sept. 2016.

fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

865. mál
[16:18]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni fyrir hvatninguna. Það væri nú aldeilis gott fyrir okkur öll hér og ásýnd Alþingis ef þetta mundi takast. Ég mun kannski eiga orðastað við hæstv. félagsmálaráðherra hér á eftir um það hvort hægt sé að ná samstöðu um að samþykkja þetta og tek hreinlega undir allt sem hv. þingmaður sagði. Það er ekkert sem lagt hefur verið hér fram sem rökstyður að gera þetta ekki. Kannski á annað eftir að koma fram í ræðum stjórnarþingmanna, en hingað til hefur ekkert komið fram og enginn hefur komið og mótmælt því að eitthvað sé í þessum viðauka sem sé erfitt að framkvæma núna akkúrat á þessari stundu.