145. löggjafarþing — 154. fundur,  20. sept. 2016.

fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

865. mál
[16:50]
Horfa

Hanna Birna Kristjánsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég árétta það sem ég sagði og legg til að meðan umræðan fer fram sé aðeins sest yfir málið og kannað hvort einhver flötur sé á því að gera það. Mér finnst alla vega ekkert koma í veg fyrir slíkt, þetta er bara spurning hvernig hlutirnir eru orðaðir. Ég var einungis að vekja athygli á því að það gæti tafið þetta stóra mál, gæti tafið heildarhugsunina og árangurinn ef við mundum samþykkja breytingartillögu sem gerir okkur ókleift að fullnusta hitt. En sé einhver önnur leið til að sýna vilja okkar allra til að þessi viðbótarbókun sé til staðar þá stendur alla vega ekki á mér að setjast yfir málið og reyna að finna lausn í því.