145. löggjafarþing — 154. fundur,  20. sept. 2016.

fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

865. mál
[18:07]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er hátíðarstund að nú sé fullgiltur sáttmáli um mannréttindi fatlaðs fólks tíu árum eftir að við lukum samningum um hann í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Það er líka ánægjulegt að Alþingi hefur á síðustu dögum sýnt að það hefur ekki staðið á Alþingi að fullgilda þennan sáttmála. Loksins þegar málið kom hingað inn var það afgreitt hratt og örugglega. Ég tel að það hafi verið til fyrirmyndar hjá þinginu og ég vona að samþykkt þessarar tillögu verði upphafið að nýju framfaraskeiði í málefnum fatlaðra.