145. löggjafarþing — 154. fundur,  20. sept. 2016.

meðferð einkamála.

657. mál
[18:12]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er svo sem ekki miklu að bæta við það sem hv. þingmaður nefndi á undan. Það einkennir þetta mál að viðmiðunin er of lág. Það virðist mikill samhugur um að laga það. Ég legg til að við höldum áfram að sýna þann samstarfsanda sem við höfum sýnt í dag og lögum þetta mál og ég fagna því að þessar breytingartillögur fari til nefndar milli umræðna.