145. löggjafarþing — 154. fundur,  20. sept. 2016.

framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016--2019.

765. mál
[18:16]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2016–2019, þá fyrstu sem lögð er fyrir Alþingi og það er mikið fagnaðarefni. Þar eru tilgreind 30 verkefni á fimm sviðum. Þau eru grunnur að samstarfi fjölmargra aðila um það mikilvæga verkefni að allir geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu óháð þjóðerni og uppruna.