145. löggjafarþing — 154. fundur,  20. sept. 2016.

ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

681. mál
[22:14]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta utanrmn. (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Nú er ég tekinn að hníga að aldri og kannski ekki eins fljótur að hugsa og hef ekki borðað mikið af bláberjum á þessu hausti. Það sem mér yfirsást á þessum tveimur mínútum er auðvitað sú staðreynd að ef, ég geri ráð fyrir að það hafi verið andlag spurninganna, við hefðum t.d. verið aðilar að ESB, eða ég skildi spurninguna þannig, hvort þetta hefði þá haft hið sama í för með sér. En þá hefðum við auvitað átt fulltrúa innan viðkomandi eftirlitsstofnunar sem hefði eftir atvikum getað beitt bæði málflutningi, rökum og hugsanlega neitunarvaldi, svo það liggi fyrir. Almennt höfum við verið sammála um að við lútum ekki valdi yfirþjóðlegra stofnana. Ég held að það sé alla vega það sem við erum sammála um, við lútum ekki valdi yfirþjóðlegra stofnana nema við höfum fulltrúa þar. Það voru náttúrlega rökin fyrir því á sínum tíma að færa vald til ESA að við eigum fulltrúa þar. En ég tel að í ljósi reynslu síðustu tíu ára sé ekkert víst annað en að sá meiri hluti sem þar getur (Forseti hringir.) myndast kunni einhvern tímann að falla í afdrifaríkum málum gagnvart Íslandi.