145. löggjafarþing — 154. fundur,  20. sept. 2016.

ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

681. mál
[23:16]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég taldi mig hafa gert nokkuð skýra grein fyrir því að þetta hefði nú ekki farið í gegnum minn meltingarveg eins og hvert annað vatn, þetta hefur tekið lengri tíma og átt sér miklu meiri aðdraganda en það. Spurningin er vissulega snúin að þessu leyti. Það hefur þurft að leggja mat á þetta.

Af því að hv. þingmaður vísar til álits lagaprófessoranna tveggja frá 2012 þá verður að hafa í huga að málið hefur breyst töluvert frá því að það álit lá fyrir. Þar á meðal hafa þær heimildir sem þarna liggja undir skýrst að nokkru leyti. Það er rakið í álitsgerð Skúla Magnússonar sem er miklu nýrri hvernig það er. Ég hallast því að niðurstöðu í þá áttina frekar en draga mjög víðtækar ályktanir af þessum ummælum prófessoranna frá 2012.