145. löggjafarþing — 155. fundur,  22. sept. 2016.

fundur í fastanefnd á þingfundartíma.

[14:02]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseta vill árétta að fundi var frestað kl. eitt til kl. hálftvö. Forseta barst ósk um það frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að fundinum yrði frestað til kl. 14. Forseta hefur ekki borist nein beiðni um að fundinum verði frestað lengur en til kl. 14, en hefur hins vegar boðað það að atkvæðagreiðsla um 2. dagskrármálið, sem áformað var að færi fram í morgun, verði að öllu óbreyttu ekki fyrr en kl. 17 í dag.