145. löggjafarþing — 155. fundur,  22. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[15:01]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þetta svar. Það útskýrir alla vega það sem ég var að velta fyrir mér. En þá langar mig til að spyrja hæstv. ráðherra hvort allar forsendur í frumvarpinu miðist við að ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna verði 3,5% til framtíðar. Er það eitthvað sem við getum fest til frambúðar, þ.e. að gera þessa ávöxtunarkröfu á þessa lífeyrissjóði? Þar að auki langar mig að spyrja hvort hæstv. ráðherra hafi tölur um það hversu margir sjóðfélagar í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins greiða viðbótarlífeyrissparnað. Þetta er vettvangur til þess að fá upplýsingar um það. Það kemur ekki fram í greinargerðinni með frumvarpinu, mér að vitandi. Það eru þessar tvær spurningar sem eru voða einfaldar: Er verið að festa ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna í 3,5%? Eru til einhverjar tölur um hversu margir sjóðsfélagar í A-deild greiða viðbótarlífeyrissparnað?