145. löggjafarþing — 155. fundur,  22. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[15:04]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með öðrum um að þetta er gríðarlega stórt og mikilvægt mál og mikilvægt að þingið vinni vel og vandlega úr því. Ég er ekki að gera lítið úr getu þingmanna og þingnefnda en það er vissulega áhyggjuefni hversu stuttur tími gefst fyrir það. Ég velti fyrir mér fjármögnun hluta ríkisins, þ.e. þessum 90 milljörðum sem færa á inn í kerfið til að uppfylla skuldbindingar ríkisins, sem hingað til hafa næstum því verið hugmynd vegna þess að þær skuldir hafa ekki verið í fjármálakerfinu. En núna fara þessir peningar inn í lífeyrissjóð og fara af stað. Þetta eru upphæðir af þvílíkri stærðargráðu að hætta er á að þær hafi mjög mikil og þensluhvetjandi áhrif á fjármálakerfið. Mig langaði aðeins að heyra (Forseti hringir.) hug hæstv. fjármálaráðherra til þessa.