145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

afgreiðsla EES-máls og hugsanlegt brot á stjórnarskrá.

[12:04]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Það er hárrétt sem fram kom hjá hv. þm. Birgi Ármannssyni, allir vissu og hafa lengi vitað, í mörg ár, að þetta yrði mjög erfitt mál og á mörkum þess að standast stjórnarskrá. Þess vegna er algjörlega óskiljanlegt hvers vegna fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í stjórnarskrárnefnd, sem höfðu fjallað um fjögur atriði á tveimur eða þremur árum, sögðu fyrir tæpu ári: Það kemur ekki til greina að heimildir til þess að framselja ríkisvald verði eitt af þessum fjórum atriðum.

Hvernig í ósköpunum datt fólkinu þetta í hug? Eins og hv. þm. Birgir Ármannsson segir vissu allir að það kæmi að því að við þyrftum að fást við þetta mál.