145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

681. mál
[12:37]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þetta er ekki fyrsta málið sem reynir á hvort standist stjórnarskrá. (Gripið fram í.) Nei, það er ekki mælistikan. En það er búið að fara vel yfir þetta í langan tíma og niðurstaða mín er sú að málið sé nægilega afmarkað framsal og rúmist innan 2. gr. stjórnarskrárinnar. Það er mat mitt er eftir langa yfirlegu, ekkert auðvelt, bara mjög erfitt. (Gripið fram í: Hvað með …?) — Ég verð að fella þig núna.

Það er bara þannig að um breytt stjórnarskrárákvæði, sem yrði alltaf eitthvert takmarkað framsal, verður líka ágreiningur í framtíðinni, hvort það nýja stjórnarskrárákvæði muni rúma viðkomandi lagabreytingu. Við verðum að setja okkur inn í þetta, við verðum að taka afstöðu (Forseti hringir.) og skoða þau atriði sem hér hafa verið rakin af öllum sérfræðingum sem komu fyrir nefndina.