145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

681. mál
[12:39]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er hálfhlægilegt að standa hér sem pírati sem er reglulega sakaður um að ætla að rústa stjórnarskránni þegar við píratar og fleiri hér á þingi höfum árum saman krafist þess að sett verði á stjórnarskrá sem geri ráð fyrir aðstæðum eins og þessum. Ekki bara með 111. gr. um framsal valds heldur líka með 62. gr. um Lögréttu, eins og hv. 4. þm. Reykv. n. kom inn á áðan.

Það er löngu orðið tímabært að við skoðum undirstöður kerfisins sem við búum við út frá því að geta lagað svona vandamál áður en þau koma upp. Hvað varðar það að við höfum haft nægan tíma — vissulega erum við á lokametrunum en til þess eru lokametrarnir, virðulegi forseti, til þess er þessi málsmeðferð hér á þinginu. Komið hafa inn nýjar upplýsingar, það skiptir máli.

Ég segi til kynslóða framtíðarinnar: Ef þetta mál veldur glundroða í stjórnarskrármálum, ekki kenna Pírötum um það, kennið Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki um það. (BirgJ: Heyr, heyr.)