145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

681. mál
[12:47]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Mér finnst mikilvægt að eftirfarandi komi fram í þingtíðindum:

„111. gr. Framsal ríkisvalds.

Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft. Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi er falið. Feli lögin í sér verulegt valdframsal skulu þau borin undir atkvæði allra kosningarbærra manna til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi.“

Forseti. Það er dapurlegt að þessi grein skuli ekki vera orðin hluti af stjórnarskrá lýðveldisins Íslands og allar hinar greinarnar í nýrri stjórnarskrá sem Alþingi sniðgekk eins og það sniðgengur núgildandi stjórnarskrá núna.