145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

681. mál
[13:08]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég segi nei og ætla enn og aftur að lýsa undrun minni á því að þeir stjórnmálaflokkar sem vilja ekki og hafa hafnað því í langri vinnu við stjórnarskrána að framsalsákvæði fari inn í hana, komi hér og ætli að ýta þessu í gegn, eins og þeir gera, og segja: Já, það er bara betra að hafa ekkert í stjórnarskránni.

Eigum við ekki bara að afnema stjórnarskrána, virðulegi forseti? Þá getum við alltaf ákveðið hvað við gerum hérna og þurfum ekki að fara eftir neinu. Þetta er hneisa sem hér er að gerast. Aftur segi ég: Nei.