145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

dagskrá fundarins og afgreiðsla mála fyrir þinglok.

[13:47]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég vil gera athugasemdir við fundarstjórn forseta. Sú dagskrá sem liggur fyrir er önnur en sú sem hefur verið rædd á fundum forseta við þingflokksformenn og formenn. Við skulum ekki gleyma því að við áttum að vera búin með þetta stutta þing 2. september. Nú hefur teygst úr því. Ég veit ekki hvað mönnum gengur til. Ef það er virkilega svo að vilji er til þess að klára mikilvæg mál, sem enginn veit samt hvaða mál eru eða hvaða mál ríkisstjórnin leggur áherslu á, en ég gef mér að það séu almannatryggingar, lífeyrisréttindamálin o.fl., þá er náttúrlega skrýtið, svo ekki sé meira sagt, að hér sé komið fram með dagskrá þar sem tvö ný mál eru allt í einu komin inn. Hvað á að gera við þau? Til hvers eru þau hér? Eigum við ekki að vera dálítið (Forseti hringir.) röggsöm í vinnu okkar?