145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

dagskrá fundarins og afgreiðsla mála fyrir þinglok.

[13:57]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Frú forseti. Mér finnst hæstv. forseti vera að ögra okkur í minni hlutanum. Við erum búin að vera hér síðan stóra skattaskjólsmálið kom upp með lekanum úr Panama-skjölunum þar sem fjölmennustu mótmæli í kjölfar hrunsins áttu sér stað á Austurvelli vegna eigna þriggja ráðherra í skattaskjólum. Þá var samið um ákveðna neyðaráætlun svo að ríkisstjórnin fengi að klára eitthvað af málum því að hún hefur verið mjög verklaus og flest sem hún hefur gert verið til óþurftar, en það voru einhver mál sem hún taldi sig þurfa að klára. Við í minni hlutanum höfum verið mjög ábyrg í okkar störfum, unnið að málum af heilindum og greitt fyrir störfum þingsins. Sá tími er liðinn, frú forseti, því það er búið að hafa okkur að fífli eins og dagskrá dagsins í dag sýnir. Ég krefst þess að hér (Forseti hringir.) verði gert fundarhlé (Forseti hringir.) og fundið út úr því hvernig er hægt að ljúka þessum ósköpum.