145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

kjarabætur til öryrkja og ellilífeyrisþega.

[11:43]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Hún fór hér talsvert yfir forsögu málsins. Eins og ég skil hæstv. ráðherra þá er að ráðuneytið eða hæstv. ráðherra að undirbúa drög að einhverjum kerfisbreytingum hvað varðar öryrkja. En ég spurði um, og það er best að ég endurtaki þá spurningu: Er eitthvert samkomulag í sjónmáli við heildarsamtök öryrkja um að ráðast í einhverjar slíkar kerfisbreytingar? Eru þau drög sem hæstv. ráðherra vísar í að verði kynnt bráðlega unnin í samkomulagi við Öryrkjabandalagið eða eru þau unnin án samkomulags við það? Hefur þá ekki náðst saman um þær kröfur sem ég vitnaði til áðan? Ég gleymdi raunar líka að nefna mjög mismunandi áherslur á starfsgetumat, þar sem einnig hefur borið á milli.

Ég óska eftir skýru svari við þessari spurningu.