145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[14:17]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er nefnilega málið, starfsáætlun Alþingis gerir ráð fyrir því að við munum ljúka störfum ekki á morgun heldur hinn. Hæstv. forseti hefur ítrekað komið inn á það, til að mynda við þingfrestun í vor, hversu vel þingið hafi starfað og tekið vel á málum. Mér finnst þess vegna að hæstv. forseti verði nú að standa með þinginu sínu, sem hefur unnið vel, og leggja það á hæstv. ríkisstjórn að koma fram með það hvaða mál hún leggi áherslu á að klára svo við sem mætum hér í vinnuna og störfum vitum hver sé áherslan, hvað eigi að klára og að við getum gert það (Forseti hringir.) á fimmtudaginn.