145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[14:19]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Í dag er 27. september og samkvæmt starfsáætlun forseta, ekki starfsáætlun forsætisráðherra, ekki starfsáætlun formanns Framsóknarflokksins, ekki starfsáætlun hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra Bjarna Benediktssonar, heldur starfsáætlun forseta Alþingis, lýkur þingstörfum á fimmtudaginn. Þannig er það. Það hefur ekkert gerst sem breytir þeirri stöðu. Staðan er þannig að við klárum þau mál sem eru beinlínis mikilvæg vegna dagsetninga. Þau eru mjög fá, þau eru kannski tvö eða þrjú. Við klárum mál sem eru í algjörri sátt út úr nefndum, við getum gert það, en annað á ekki að klára hér. Miðað við tímann, miðað við starfsáætlun, miðað við pólitískt umboð sem er á þrotum, miðað við veruleikann, (Forseti hringir.) getum við ekki klárað nema innan við tíu mál á þeim tíma sem til stefnu er. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)