145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[14:55]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég lýsi yfir vonbrigðum mínum með svartsýni hv. þingmanns Helga Hrafns Gunnarssonar um að hér muni vitið ekki hafa vit fyrir vitleysunni. Það er alveg ljóst að ef þingið á að standa í eina eða tvær vikur til viðbótar verður ekki starfsfriður hér. Það sýnir bara þessi eftirmiðdagur í dag. Í gær var okkur lofað á þingflokksformannafundi að haft yrði samband við formenn ríkisstjórnarflokkanna og að eitthvað mundi liggja fyrir í dag um hvernig hægt yrði að ljúka þinginu á fimmtudaginn. Málið er að þingforseti, sem er reyndur maður, (Forseti hringir.) verður að hafa vit fyrir formönnum ríkisstjórnarflokkanna (Forseti hringir.) og gera þeim skiljanlegt að það er skylda þeirra að sýna fram á hvernig þeir ætla að ljúka þessu þingi.