145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[14:59]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Þó svo að þingstörfin hætti eftir einhvern tíma að koma manni á óvart verð ég að segja að sú framtíðarsýn sem hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson setti hér fram um að við munum standa hér allt fram að kosningum, er náttúrlega á engan hátt okkur boðleg eða þá virðingu þingsins sem starfað hefur af heilindum allt frá því í vor. Ég vil því taka undir með hv. þm. Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur um að við fylgjum tillögu Svandísar Svavarsdóttur um að fá bara hrein dagsetningarmál og að þau eigi að klára fyrir fimmtudaginn. Ég vil að lokum beina því til hæstv. forseta og spyrja: Er hæstv. forseti að funda núna með þingflokksformönnum um það hvernig hægt sé að ljúka þessu þingi svo einhver bragur sé að? Mér finnst við eiga heimtingu á að fá að vita hvort eitthvað sé að gerast í þeim málum.