145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[15:01]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil biðja hæstv. forseta að fara að kanna það hvað samtölum hæstv. forsætisráðherra við formann Framsóknarflokksins líður, formann þess stjórnarandstöðuflokks sem hann er augljóslega að tala við þessa dagana því að ekki er hann að tala við formenn hinna. Maður veit að sambandið er stirt á þeim bænum, en við skulum samt vona að heill sólarhringur dugi hæstv. forsætisráðherra til að ná sambandi við formann Framsóknarflokksins til menn geti farið að reyna að teppaleggja lok þessa þings. Það sem er að teiknast upp hérna er átakanleg mynd af ríkisstjórn sem ræður ekki við hlutverk sitt. Það er dapurlegt að sjá forsætisráðherra sem getur ekki komið hér fram með þingmálalista þegar þingi er að ljúka. Svarið við því er náttúrlega bara eitt: Starfsáætlun lýkur á fimmtudag og eftir það verður ekkert mál hér afgreitt nema (Forseti hringir.) menn semji um það sérstaklega og það er þá að hámarki eitt eða tvö mál sem þjóðarnauðsyn er að afgreiða.