145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[16:09]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég spurði áðan sitjandi forseta, sem nú er farinn, hvort það væru yfir höfuð nokkur samtöl í gangi. Mér finnst lágmark að fá svar. Þótt virðulegur sitjandi forseti sé ekki hv. 2. þm. Norðvesturkjördæmis, Einar Kristinn Guðfinnsson, geri ég fastlega ráð fyrir að hægt sé að koma upplýsingum áleiðis til sitjandi forseta hverju sinni. Þess vegna langar mig að spyrja sitjandi forseta: Er vitað hvort einhver samtöl séu í gangi? Er vitað hvort einhver forgangsröðun muni liggja fyrir af hálfu einhvers, ýmist virðulegs forseta eða ríkisstjórnar eða annarra? Eru einhverjar upplýsingar til staðar akkúrat núna um hvað gerist eða gerist ekki næst? Allar upplýsingar eru mjög vel þegnar. Ég verð eiginlega að krefjast svara, virðulegi forseti.