145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[16:47]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Gefur þá ekki augaleið að bíða verður með þetta mál þar til það hefur alla vega komist á hreint hvernig hægt sé að slá á þessa tortryggni? Mér finnst ótækt að við séum að vinna að þessu máli á þriðja síðasta degi þingsins í 1. umr. verandi með dagskrá sem stendur líklega fram á kvöld og jafnvel lengur. Að við ætlum að fara með þetta mál í gegn af öllum málum, og það eru mörg mál sem allir eru sammála um að þurfi að fara í gegn.

Er ekki mikilvægt að slá á þessa tortryggni á fyrstu stigum málsins þegar færi gefst á því? Liggur eitthvað á þessu máli? Þarf að afgreiða það núna? Er ekki hægt að bíða með þetta, burt séð frá milliþinganefnd? Má þetta ekki bara bíða þar til næsta kjörtímabil hefst?